Beint í efni
Mínar síður

Skilmálar

Appótek Garðs Apóteks er vefur í eigu Garðs Apóteks ehf. þar sem almenningur getur séð rafræna lyfseðla sína í lyfseðlagátt í tölvu eða farsíma með rafrænum skilríkjum. Einnig er hægt að panta tiltekt á lyfseðlana og panta lausasölulyf (lyf án lyfseðils). Viðkomandi getur síðan sótt lyfin í Garðs Apótek eða fengið lyfin send heim á höfuðborgarsvæðinu og með pósti út á land. Notandi þarf að samþykkja neðangreinda notkunarskilmála varðandi Appótekið áður en notkun getur hafist. Athugið að skilmálar þessir geta breyst með tíð og tíma og eru notendur vinsamlegast beðnir um að kynna þér skilmálana reglulega.

Innskráning

Innskráning er eingöngu með rafrænum skilríkjum. Útskráning gerist sjálfkrafa þegar vafra eða glugga er lokað. Notandi ber sjálfur ábyrgð á að þriðji aðili komist ekki í tölvu eða síma þar sem viðkomandi er skráður inn í Appótekið.

Pantanir

Afgreiðsla pantana á lyfjum er skv. reglugerð um afgreiðslu lyfseðla, áritun og afhendingu lyfja nr. 91/2001 og reglugerð um póstverslun með lyf nr. 1065/1998. Þegar lyfjatiltekt/pöntun er móttekin er sendur tölvupóstur til staðfestingar og annar tölvupóstur er sendur þegar pöntunin er tilbúin til afhendingar/póstsendingar. Ef pöntun inniheldur lyf sem er ekki til í apótekinu og ófáanlegt í heildsölu er send tilkynning með tölvupósti eða haft samband símleiðis við viðkomandi. Réttur er áskilinn til að hafa samband við einstaklinga símleiðis vegna annara frávika í pöntunum.

Heimsendingar

Aðeins er sent á heimilisföng staðsett á Íslandi. Pósturinn sér um allar heimsendingar. ATH eftirritunarskyld lyf og kælivörur eru ekki send heim.

Afhendingartími

Pantanir sem eru sóttar í apótekið eru tilbúnar til afhendingar fljótlega eftir að pöntun berst, viðkomandi fær sendan tölvupóst þegar pöntunin er tilbúin. Heimsendingar á höfuðborgarsvæðinu eru afhentar samdægurs ef pantað er fyrir kl. 15, annars daginn eftir. Ef pantað er fyrir kl. 10 er pöntunin afhent fyrir kl. 18 samdægurs, annars seinna um kvöldið. Póstsendingar sem fara út á land sem pantaðar eru fyrir kl. 15 eru afhentar á flestum stöðum daginn eftir, annars eftir 2 daga, viðkomandi fær send smáskilaboð áður en sendingin kemur. Ef vara er ekki til í apótekinu en til í heildsölu getur afhending tafist um einn dag. Ef vara er hvorki til í apótekinu né hjá heildsölu, er hætt við að afgreiða þær vörur í pöntuninni og send tilkynning til viðkomandi með tölvupósti eða haft samband símleiðis.

Sendingarkostnaður

Enginn sendingarkostnaður er á heimsendum lyfjum og vörum.

Verð

Öll verð eru í íslenskum krónum (ISO 4217). Verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og áskilur Garðs Apótek ehf. sér rétt til að hætta við viðskipti á vörum í þeim tilvikum sem innsláttarvillur eiga sér stað.

Skilafrestur og endurgreiðslur

Enginn skilaréttur er á lyfjum. Lyf og sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema varan hafi skemmst í flutningum. Í þeim tilvikum er viðkomandi beðinn um að senda vöruna til baka á kostnað Garðs Apóteks. Endurgreiðsla fer síðan fram þegar varan hefur skilað sér til Garðs Apóteks.

Greiðslur

Eingöngu er tekið við kreditkortum frá Visa og Mastercard. Ef greiðsla er hærri en endanleg upphæð er mismunur endurgreiddur inn á kort næsta virka dag eftir greiðslu. Í þeim tilvikum þar sem lyf fæst ekki í Garðs Apóteki eða hjá birgja er viðkomandi lyf tekið úr pöntuninni . Aldrei er tekin hærri upphæð fyrir lyf en sú upphæð sem einstaklingur samþykkti að greiða þegar pöntun var staðfest. Greiðslugátt er PCI DSS (Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottuð.

Notkun á síðunni

Ekki er leyft að keyra nein forrit eða nota aðrar aðferðir til að reyna að afrita síðuna, fylgjast með, nálgast upplýsingar frá eða stjórna síðunni. Notandi samþykkir að nota síðuna með þeim hætti að ekki fylgi notanda óeðlilegt álag á tölvubúnað eða annað sem síðan tengist eða byggir á. Ef grunur leikur á að notandi fari ekki eftir ofangreindum skilmálum, leyfum við okkur að loka fyrir aðgang viðkomandi að síðunni.

Takmörkun á ábyrgð

Garðs Apótek ber ekki ábyrgð á vankvæðum sem geta orsakast vegna bilana í tölvubúnaði sem Appótekið tengist eða notast við sem getur valdið því að vefsíðan virkar ekki sem skyldi. Einnig tökum við ekki ábyrgð á vankvæðum sem getað orsakast vegna tölvubúnaðar, sem notandi notar þegar viðkomandi tengist Appótekinu. Ekki er tekin ábyrgð á vandamálum vegna rangra upplýsinga sem notandi gefur upp. Garðsapótek ber ekki ábyrgð á upplýsingum sem koma fram á vefsíðum sem vísað er í með hlekkjum í Appótekinu.

Höfundaréttur og vörumerki

Innihald síðunnar, myndir, merki, ljósmyndir, grafík, hugbúnaður og textar eru í eigu Garðs Apóteks eða í notkun samkvæmt leyfi frá fyrirtækjum sem Garðs Apótek er í viðskiptum við. Leyfilegt er að sækja eða prenta út upplýsingar af síðunni til einkanota en ekki í viðskiptalegum tilgangi. Upplýsingar sem eru birtar á síðunni geta breyst án fyrirvara. Garðs Apótek ber ekki ábyrgð á röngum upplýsingum eða prentvillum á síðunni. 

Persónuvernd og trúnaður

Notandi samþykkir að geymdar séu upplýsingar um notanda sem viðkomandi skráir á síðunni t.d. í stillingum og varðandi heimsendingar (nafn, kennitala, heimilisfang, póstnúmer, staður, farsími, heimasími, netfang). Einnig er pantanasaga og kvittanir geymdar. Kreditkortaupplýsingar eru geymdar hjá Borgun hf. þegar þú greiðir með kreditkorti. Engar kortaupplýsingar eru geymdar hjá Garðs Apóteki. Garðs Apótek safnar einnig ópersónugreinanlegum upplýsingum til að fylgjast með umferð um vefsíðuna til að greina hvernig síðan er notuð til að geta bætt þjónustustig á síðunni. Upplýsingar sem kaupandi gefur upp eru ekki afhendar til þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Enginn er skráður á póstlista án samþykkis.

Póstlisti

Hugmyndin með póstlistanum er að senda tilkynningar um stórar uppfærslur á vefnum og/eða breytingar. Engar auglýsingar á vörum eða vörukynningar eru áætlaðar hvað póstlistann varðar. Notendur geta alltaf skráð sig af póstlistanum.